Sprengur.is

Sprengur.is er fyrir þá sem þjást af blöðruvandamálum, t.d. tæmingarerfiðleikum, þvagleka eða ofvirkri þvagblöðru. Hér á síðunni má nálgast upplýsingar um hvað er hægt að gera sjálf/sjálfur til að ná aftur stjórn á þvagblöðrunni og þannig að bæta lífsgæðin.

Hvað er ofvirk þvagblaðra?

Ofvirk þvagblaðra nær ekki að slaka á og veldur það:

  • Skyndilegri og sterkri þvaglátsþörf
  • Tíðum salernisferðum
  • Erfiðleikum við að halda í sér – helmingur upplifir að missa þvag eða að það dropi í buxurnar

Smellið hér fyrir þvaglátaskrá

Smellið hér fyrir bækling um þvagblöðru- og grindarbotnsþjálfun fyrir karlmenn

Smellið hér fyrir bækling um þvagblöðru- og grindarbotnsþjálfun fyrir konur

Hvaða áhrif hafa blöðruvandamál á einstaklinginn?

  • Einkenni ofvirkrar þvagblöðru geta leitt til þess að þau stjórna bæði þér sjálfum og daglegum athöfnum. Því er mikilvægt að leita sér hjálpar hjá lækni
  • Annar hver einstaklingur upplifir að vandamál sem tengjast blöðrustarfsemi hafi áhrif á einkalíf og lífsgæði (49%)
  • Tveir af hverjum þremur hafa áhyggjur af því að lykta af þvagi (61%) og að missa þvag (67%)
  • 41% skammast sín og finnst blöðruvandamálin vera vandræðaleg
  • 29% eru með minna sjálfstraust vegna blöðruvandamála
  • Einn af hverjum þremur upplifir að blöðruvandamálin dragi úr ástundun kynlífs(31%) og einn af hverjum fjórum segist eiga í erfiðleikum með að vera náinn maka sínum(24%)
  • Einn af hverjum þremur þorir ekki að ræða blöðruvandamálin

Smelltu hér og lestu meira um ofvirka þvagblöðru á dönsku heimasíðunni www.blaeren.dk og hvernig þú getur leitað þér hjálpar